Umboðsmaður skuldara

Umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda

Þú ert að fara að sækja um aðstoð hjá embætti umboðsmanns skuldara. Í næsta skrefi þarf að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Hér býðst þér/ykkur að sækja um aðstoð hjá embætti umboðsmanns skuldara með rafrænni umsókn. Hægt er að sækja um hvort sem er í tölvu eða í síma. Ef valið er að sækja um rafrænt þarf að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ef umsækjandi hefur ekki tök á að sækja um rafrænt, er bent á að hafa samband við embættið til að fá aðstoð vegna umsóknar.